Það er nóg um að vera í spænska bikarnum í dag og í kvöld þar sem stórlið úr efstu deild mæta til leiks.
Spánarmeistarar Barcelona heimsækja Guadalajara sem leikur í þriðju efstu deild þar í landi. Leikurinn fer fram í Guadalajara sem er rétt hjá Madríd, höfuðborg Spánar.
Liðsfélagar Orra Steins Óskarssonar í Real Sociedad heimsækja einnig lið úr þriðju efstu deild, en Orri Steinn verður ekki með vegna meiðsla.
Valencia, Elche og Mallorca mæta einnig til leiks en þó gegn hærra skrifuðum andstæðingum.
Valencia kíkir í heimsókn til fyrrum efstudeildarfélags Sporting Gijon sem leikur nú í næstefstu deild.
Elche og Mallorca heimsækja Eibar og Deportivo La Coruna sem eru bæði fyrrum efstudeildarlið en leika nú í La Liga 2.
Leikir dagsins
18:00 Deportivo La Coruna - Mallorca
18:00 Eibar - Elche
20:00 Eldense - Real Sociedad
20:00 Sporting Gijon - Valencia
20:00 FC Guadalajara - Barcelona
Athugasemdir


