Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   þri 16. desember 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford
Mynd: Twitter
Miðjumaðurinn Kobbie Mainoo byrjaði á bekknum hjá Manchester United sem tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Mainoo hefur verið mikið á bekknum á tímabilinu en hann fékk að spila síðasta hálftíma leiksins gegn Bournemouth. Honum var skipt inn í stöðunni 2-3 fyrir gestina og urðu lokatölur 4-4 eftir ótrúlega skemmtilegan fótboltaleik.

Mainoo reyndi að yfirgefa Man Utd síðasta sumar en fékk ekki leyfi til að fara burt á lánssamningi. Hann vill vera lánaður burt í janúar en óljóst er hvort leikmaðurinn fái ósk sína uppfyllta. Hann vill komast burt frá Manchester til að fá meiri spiltíma í tilraun sinni til að vera partur af landsliðshópi Englands fyrir HM næsta sumar.

Stóri bróðir Mainoo var meðal áhorfenda á Old Trafford í gærkvöldi og klæddist hann bol sem á stóð „Frelsið Kobbie Mainoo."

Jordan Kwadwo Osei Mainoo-Hames er 30 ára gamall og starfar sem fyrirsæta. Hann hefur meðal annars starfað með Louis Vuitton, Vogue og Adidas og er þekktur meðal almennings á Englandi eftir að hafa tekið þátt í raunveruleikasjónvarpsþáttum.
Athugasemdir
banner
banner