Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   þri 16. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tveir með þrettán rétta
Mynd: EPA
Tveir tipparar voru með 13 rétta leiki af 13 á enska getraunaseðlinum um helgina og fá þeir í sinn hlut tæpar 1,6 milljónir króna.

Annar tipparinn er úr Vestmannaeyjum og styður ÍBV en hinn er úr Reykjavík og styður við Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík.

Báðir tippararnir merktu við 1 í viðureign toppliðs Arsenal gegn botnliðs Wolves og glöddust því þegar Úlfarnir skoruðu tvö sjálfsmörk til að gefa Arsenal sigurinn.

Yerson Mosquera gerði seinna sjálfsmarkið seint í uppbótartíma og reyndist það sigurmark leiksins.
Athugasemdir
banner
banner