Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   þri 16. desember 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Mikið högg fyrir okkur“ - Howe fer yfir meiðslastöðuna
Meiðsli hrjá varnarmenn Newcastle.
Meiðsli hrjá varnarmenn Newcastle.
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að það sé mikið högg að missa varnarmanninn Dan Burn á meiðslalistann. Burn verður frá í fjórar til sex vikur eftir að hafa brotið rifbein.

„Þetta eru vandræði í rifbeinunum og einnig í lungunum. Við óskum honum góðs bata. Þetta er mikið högg fyrir okkur. Hann hefur leikið afskaplega vel síðustu vikur," segir Howe.

Varnarmaðurinn Sven Botman er einnig á meiðslalistanum en er á góðum batavegi að sögn Howe.

„Við erum ekki vissir um það hvenær Sven snýr aftur, þetta er allt á réttri leið en hann er ekki orðinn klár."

Þá segir Howe að ekki sé búist við því að Kieran Trippier og Emil Krafth snúi aftur fyrr en á nýju ári. Markvörðurinn Nick Pope nálgast hinsvegar endurkomu.

Newcastle mætir Fulham í deildabikarnum á morgun og það er möguleiki á því að Pope verði í hóp í þeim leik.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 5 3 13 19 35 -16 18
18 West Ham 21 4 5 12 23 41 -18 17
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner