Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   þri 16. desember 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd
Powerade
Munoz hefur verið frábær á tímabilinu.
Munoz hefur verið frábær á tímabilinu.
Mynd: EPA
Conor Gallagher.
Conor Gallagher.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan daginn. Á hverjum degi kíkjum við í slúðurheima í boði Powerade. BBC tók saman það helsta sem verið er að fjalla um í ensku götublöðunum og víðar.

Manchester City, Manchester United og Chelsea eru með augastað á kólumbíska vængbakverðinum Daniel Munoz (29) sem hefur verið frábær með Crystal Palace. Palace vill ekki selja hann. (Caught Offside)

Manchester United mun reyna að fá Conor Gallagher (25), fyrrum leikmann Chelsea, frá Atletico Madrid í janúarglugganum.(Teamtalk)

Bandaríski miðjumaðurinn Tyler Adams (26) hjá Bournemouth er á blaði Manchester United fyrir janúargluggann. (Mail)

Napoli og tíu félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á Kobbie Mainoo (20) en stórar raddir innan félagsins yrðu óánægðar ef hann færi frá Old Trafford. (Times)

Faðir þýska varnarmannsins Cassiano Kiala (16) hjá Bayern München flaug til London í síðustu viku til að ræða við Chelsea og Manchester City. (Mirror)

Arsenal hefur áhuga á ítalska markverðinum Lorenzo Torriani (20) hjá AC Milan. (Gazzetta)

Newcastle gæti kallað til baka enska varnarmanninn Matt Targett (30) úr láni hjá Middlesbrough vegna meiðsla Dan Burn (33). (The I)

AC Milan hefur náð samkomulagi við Niclas Fullkrug (32) og vonast til að klára samning við West Ham um þýska framherjann eins fljótt og auðið er. (Calcio Mercato)

Milan mun leggja fram lánstilboð með kauprétti fyrir Fullkrug en samningurinn gæti ekki hentað kröfum West Ham. (Mail)

Mauricio Pochettino, Oliver Glasner og Marco Silva eru á óskalista Tottenham til að taka við af Thomas Frank ef félagið ákveður að skilja við danska stjórann. (Caught Offside)

Manchester City hefur engan áhuga á að selja enska markvörðinn James Trafford (23) í janúar en Wolves hefur áhuga á honum. (Football Insider)

Liverpool er enn í viðræðum við franska varnarmanninn Ibrahima Konate (26) um nýjan samning og mun ekki selja hann í janúar, jafnvel þótt hann geti rætt við erlend félög í næsta mánuði. (Teamtalk)

Leikmenn Arsenal létu gremju sína í ljós í klefanum yfir frammistöðunni í 2-1 sigrinum á Wolves á laugardaginn. (Telegraph)

Manchester City vill fá Marc Guehi (25) varnarmann Crystal Palace fyrir næsta tímabil. (Times)
Athugasemdir
banner
banner