Jamie Carragher fótboltasérfræðingur var á sínum stað í sjónvarpsveri Sky Sports þegar Manchester United gerði 4-4 jafntefli við Bournemouth í ótrúlegum fótboltaleik í gærkvöldi.
Margir eru sammála um að þetta hafi verið besti fótboltaleikur úrvalsdeildartímabilsins til þessa og er Carragher einn þeirra. Hann telur jafnframt að þetta hafi verið besti leikur Man Utd undir stjórn Ruben Amorim.
15.12.2025 22:28
„Besti leikur deildarinnar til þessa“
„Ég held að þetta sé besta frammistaða Manchester United, allavega í fyrri hálfleik, undir stjórn Amorim. Þeir hafa ekki spilað svona vel síðan í fyrstu umferð gegn Arsenal," sagði Carragher í beinni útsendingu.
„Leikmenn Man Utd voru stórkostlegir fyrstu 25 til 30 mínúturnar, þetta var næstum því eins og að horfa á liðið spila undir Sir Alex Ferguson. Þeir spiluðu snöggan sóknarbolta og leikmenn voru mjög orkumiklir. Þeir tóku mikið af hlaupum upp völlinn, spiluðu jákvæðan fótbolta, voru sóknarsinnaðir og verulega duglegir að vinna boltann til baka um leið þeir töpuðu honum.
„Gestirnir frá Bournemouth voru ekki með í þessum fyrri hálfleik en þeir voru frábærir í seinni hálfleiknum."
Carragher telur að Man Utd hefði unnið leikinn ef Amorim hefði ekki neyðst til að nota mikið af ungum varnarmönnum.
„Það virðist vera stórt vandamál með varnarleikinn, liðinu tekst ekki að halda hreinu. Sóknarleikurinn er orðinn mikið betri heldur en hann var og við sáum það aftur í kvöld. Sóknarmenn Man Utd voru frábærir, vandamálið var vörnin.
„Þeir voru með mikið af ungum varnarmönnum á vellinum sem hjálpaði ekki frammistöðunni. Ég hef verið þarna sjálfur þegar ég var ungur varnarmaður, en því miður þá getur reynsluleysi kallað á mistök sem leiða til marks.
„Lokatölur voru 4-4 og Bournemouth hefði átt að vinna miðað við hvernig lokamínúturnar spiluðust, en Man Utd var samt miklu betra liðið á vellinum. Þetta er í fyrsta sinn síðan Amorim tók við sem mér líður eins og ég hafi verið að horfa á alvöru Manchester United lið spila fótbolta."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 16 | 11 | 3 | 2 | 30 | 10 | +20 | 36 |
| 2 | Man City | 16 | 11 | 1 | 4 | 38 | 16 | +22 | 34 |
| 3 | Aston Villa | 16 | 10 | 3 | 3 | 25 | 17 | +8 | 33 |
| 4 | Chelsea | 16 | 8 | 4 | 4 | 27 | 15 | +12 | 28 |
| 5 | Crystal Palace | 16 | 7 | 5 | 4 | 20 | 15 | +5 | 26 |
| 6 | Man Utd | 16 | 7 | 5 | 4 | 30 | 26 | +4 | 26 |
| 7 | Liverpool | 16 | 8 | 2 | 6 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 8 | Sunderland | 16 | 7 | 5 | 4 | 19 | 17 | +2 | 26 |
| 9 | Everton | 16 | 7 | 3 | 6 | 18 | 19 | -1 | 24 |
| 10 | Brighton | 16 | 6 | 5 | 5 | 25 | 23 | +2 | 23 |
| 11 | Tottenham | 16 | 6 | 4 | 6 | 25 | 21 | +4 | 22 |
| 12 | Newcastle | 16 | 6 | 4 | 6 | 21 | 20 | +1 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 16 | 5 | 6 | 5 | 25 | 28 | -3 | 21 |
| 14 | Fulham | 16 | 6 | 2 | 8 | 23 | 26 | -3 | 20 |
| 15 | Brentford | 16 | 6 | 2 | 8 | 22 | 25 | -3 | 20 |
| 16 | Nott. Forest | 16 | 5 | 3 | 8 | 17 | 25 | -8 | 18 |
| 17 | Leeds | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 30 | -10 | 16 |
| 18 | West Ham | 16 | 3 | 4 | 9 | 19 | 32 | -13 | 13 |
| 19 | Burnley | 16 | 3 | 1 | 12 | 18 | 33 | -15 | 10 |
| 20 | Wolves | 16 | 0 | 2 | 14 | 9 | 35 | -26 | 2 |
Athugasemdir



