Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 17:01
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: María Lovísa hetjan gegn ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 3 - 2 ÍA
1-0 Rebekka Sif Brynjarsdóttir ('34)
1-1 Juliana Marie Paoletti ('38)
1-2 Erna Björt Elíasdóttir ('39)
2-2 María Lovísa Jónasdóttir ('44)
3-2 María Lovísa Jónasdóttir ('85)

Grótta tók á móti ÍA í eina leik dagsins í Lengjudeild kvenna og úr varð afar spennandi leikur, enda voru liðin jöfn á stigum í þriðja sæti deildarinnar fyrir upphafsflautið.

Staðan var markalaus fyrsta hálftíma leiksins en svo voru skoruð fjögur mörk á tíu mínútna kafla.

Hin 15 ára gamla Rebekka Sif Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Gróttu og skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mínútu en Juliana Marie Paoletti, sem er nýlega gengin til liðs við Skagakonur, jafnaði metin skömmu síðar.

Erna Björt Elíasdóttir tók svo forystuna fyrir ÍA, áður en María Lovísa Jónasdóttir jafnaði metin á ný og var staðan 2-2 eftir afar fjörugan lokakafla fyrri hálfleiks.

Staðan hélst jöfn í síðari hálfleik, allt þar til undir lokin þegar María Lovísa var aftur á ferðinni til að gera sigurmark. Hún skoraði þar með sitt annað mark í leiknum og tryggði dýrmæt stig fyrir Gróttu í toppbaráttunni.

Grótta er í þriðja sæti með 18 stig eftir 10 umferðir, aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu sem situr í öðru sæti. ÍA er í fjórða sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner