Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 16:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Onana á leið í læknisskoðun hjá Aston Villa
Mynd: Getty Images

Amadou Onana er á leið í læknisskoðun hjá Aston Villa eftir að Everton samþykkti tilboð frá félaginu í belgíska miðjumanninn.


Kaupverðið er um 50 milljónir punda en Everton fær einnig prósentu af söluverði ef Aston Villa selur þennan 22 ára gamla miðjumann í framtíðinni.

Fabrizio Romano greinir frá því að hann muni skrifa undir fimm ára samning við Aston Villa.

Hann gekk til liðs við Everton frá Lille árið 2022 fyrir um 35 milljónir punda. Hann lék 72 leiki fyrir Everton og skoraði fjögur mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner