Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Southampton kaupir Sugawara frá AZ - Nota peninginn í Troy Parrott
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Southampton er að ganga frá kaupum á japanska bakverðinum Yukinari Sugarawa sem kemur úr röðum AZ Alkmaar í Hollandi.

Sugawara á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við AZ og kostar því ekki nema um 7 milljónir evra.

Japaninn gerir fjögurra ára samning við Southampton en hann er 24 ára gamall og á 13 A-landsleiki að baki, auk þess að hafa verið lykilmaður í liði AZ síðustu ár.

AZ notar peninginn sem félagið fær fyrir Sugawara til að fjármagna kaup á írska framherjanum Troy Parrott sem kemur úr röðum Tottenham.

Parrott á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham en hann gerði flotta hluti á láni hjá Excelsior í hollenska boltanum á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 17 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 32 leikjum.

Parrott er 22 ára gamall og hafði meðal annars spilað á láni hjá Millwall, Ipswich, MK Dons og Preston North End áður en hann reyndi fyrir sér í hollenska boltanum.
Athugasemdir