Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Taka ákvörðun um Amrabat í næstu viku
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð marokkóska miðjumannsins Sofyan Amrabat sem var hjá félaginu á láni frá Fiorentina á síðustu leiktíð.

Amrabat er 27 ára gamall og kom við sögu í 30 leikjum með Man Utd, sem er draumafélagið hans.

Amrabat vill ólmur vera áfram í Manchester og hefur hann greint stjórnendum Fiorentina frá því að hann vilji yfirgefa félagið.

Amrabat á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Fiorentina og ætlar ekki að endurnýja hann þrátt fyrir að hafa verið lykilmaður hjá félaginu.

Hann vill takast á við nýja áskorun og er að bíða eftir að Man Utd taki ákvörðun um hvort félagið ætli að fjárfesta í sér eða ekki.

Ef Rauðu djöflarnir kjósa gegn því að kaupa Amrabat þá hafa félög á borð við Juventus og Al-Nassr verið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner