Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 13. ágúst 2020 11:26
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Logi og Eiður geta blandað góðan kokteil
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmótið fer aftur af stað annað kvöld þegar KR og FH mætast í stórleik á Meistaravöllum klukkan 18:00. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir það gleðiefni að fótboltinn sé að byrja að rúlla á ný.

„Það er frábært að fá tækifæri til að fara aftur út á völl og spila fótbolta. Það gleður alla að Íslandsmótið sé að fara aftur af stað," segir Rúnar.

Talað er um að áhorfendur verði leyfðir með ákveðnum skilyrðum en áður hafði verið tilkynnt um áhorfendabann til að byrja með.

„Það væri gaman ef áhorfendur eru leyfðir strax á morgun en við verðum bara að bíða og sjá. Það er ólíkt skemmtilegra að hafa áhorfendur en enga en mikilvægt að halda áfram með mótið og halda mönnum í leikæfingu."

„Undanfarin 20 ár eða eitthvað hefur KR verið að berjast við FH og fleiri lið í toppnum. FH hefur verið í fararbroddi og alltaf með gott lið. Nú hafa orðið þjálfaraskipti og Logi og Eiður komið inn með nýjar áherslur. Logi þekkir þetta allt saman ofboðslega vel og Eiður er með alla sína reynslu og þekkingu. Þeir geta blandað saman góðum kokteil," segir Rúnar.

FH-ingar hafa látið til sín taka í glugganum.

„Þeir hafa bætt í hjá sér og sótt Loga Tómasson, Ólaf Karl Finsen og Eggert Gunnþór (Jónsson). Það eru töluverðar breytingar á liðinu og það verður eitthvað fyrir okkur að lesa í. En við pælum samt mest í sjálfum okkur, þetta verður erfiður leikur."

Gæti vissulega verið meiri breidd
Ætlar KR að styrkja sig í glugganum?

„Nei, við höfum ekkert verið að æsa okkur og erum með góðan leikmannahóp. Það hefur reyndar verið töluvert um meiðsli hjá okkur en þetta hefur verið að leysast ágætlega og smátt og smátt erum við að fá menn til baka," segir Rúnar.

„Stefán Árni (Geirsson) og Aron (Bjarki Jósepsson) hafa aðeins verið að hreyfa sig á æfingum núna. Það gæti vissulega verið meiri breidd. Tobias (Thomsen) er farinn og Gunnar Þór (Gunnarsson) er meiddur og ekki meira með á tímabilinu. Það hafa högg komið í hópinn okkar og í hinum fullkomna heimi væri maður til í 1-2 leikmenn en við erum sáttir með hópinn sem við erum með. Við teljum okkur geta klárað mótið svona."

NÆSTU LEIKIR Í PEPSI MAX-DEILD KARLA:

föstudagur 14. ágúst
18:00 KR-FH (Meistaravellir)
19:15 Stjarnan-Grótta (Samsungvöllurinn)

laugardagur 15. ágúst
16:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

sunnudagur 16. ágúst
17:00 HK-Fjölnir (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

mánudagur 17. ágúst
18:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner