Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   þri 13. ágúst 2024 13:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Omar Sowe eftirsóttur af félögum í Bestu deildinni
Lengjudeildin
Omar Sowe.
Omar Sowe.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er mikill áhugi á Omar Sowe, sóknarmanni Leiknis, í dag - á gluggadeginum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa KR og ÍA sýnt honum áhuga og þá hefur hann einnig verið orðaður við Fylki núna í glugganum. ÍA og Fylkir hafa bæði gert Leikni tilboð í leikmanninn.

Sowe, sem er fæddur árið 2000, hefur spilað með Leikni í Lengjudeildinni síðustu tvö tímabil. Á þeim tíma hefur hann gert 22 mörk í 36 deildarleikjum.

Hann lék einnig fyrir Breiðablik sumarið 2022 og skoraði þá tvö mörk í 16 leikjum í Bestu deildinni. Hann var þá mest í því að koma inn af bekknum.

Erfitt er að sjá að Leiknismenn séu tilbúnir að sleppa sóknarmanninum á þessum tímapunkti nema eitthvað mjög gott tilboð berist, þar sem liðið er í bullandi fallbaráttu í Lengjudeildinni. Leiknir er í tíunda sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner