HK hefur gengið frá samningum við Tarek Shihab en hann kemur til félagsins frá Gróttu.
Shihab er 23 ára gamall miðjumaður sem spilaði með akademíu Brighton á Englandi, en hann gekk í raðir Gróttu fyrir tveimur árum.
Hann lék 31 leik í deild- og bikar með Gróttu á tveimur tímabilum sínum þar en hefur nú skipt yfir í HK.
HK greinir frá því að hann hafi gert samning út tímabilið en hann verður kominn með leikheimild á morgun og því klár í slaginn er HK spilar við Fylki á sunnudag.
Shihab er uppalinn í Hollandi en með ættartengsl til bæði Englands og Jemen. Hann lék með U15, U16 og U17 ára landsliðum Englands árin 2016 og 2017.
Í sumar var hann kallaður inn í A-landsliðshóp Jemen í fyrsta sinn.
Athugasemdir