Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 13. september 2022 23:00
Aksentije Milisic
Stuðningsmenn Bayern mótmæltu frestunum hjá bresku liðunum

Bayern Munchen og Barcelona áttust við í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þeir þýsku unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.


Um síðustu helgi var heillri umferð frestað í ensku úrvalsdeildinni og þeirri skosku vegna andláts Elísabetu Englandsdrottningu og í kjölfarið var frestað fleiri leikjum um næstu helgi.

Þá þurfti að færa leik Rangers og Napoli og frestað var leik Arsenal og PSV í Evrópudeildinni sem átti að vera á fimmtudaginn.

Stuðningsmenn Bayern láta vel í sér heyra en þeir hafa mjög oft mætt með borða á leiki og mótmælt miðaverði. Fótbolti er ekkert án stuðningsmanna segja þeir oft og er það hárrétt metið.

Í kvöld voru þeir mættir með borða á leikinn þar sem þeir mótmæla því að verið sé að fresta leikjum vegna andláts í konungsfjölskyldunni.

Þeir biðja um að stuðningsmönnum sé sýnd virðing. Borðann má sjá neðst í fréttinni.


Athugasemdir
banner