Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 13. september 2025 20:30
Viktor Ingi Valgarðsson
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugann
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss tapaði í dag fyrir Keflavík og enda tímabilið í 11.sæti með 19 stig, tveimur stigum eftir Grindavík sem tapaði einnig í dag. Úrslitin því ekki góð og fall niðurstaða dagsins fyrir selfyssinga.


Jón Daði Böðvarsson kom til félagsins þann 1.Júlí og náði sjö leikjum með þeim í sumar. Í þessum leikjum skoraði hann fjögur mörk og meðal annars eina mark Selfoss í dag úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. 

„Ég sagði við strákan eftir leik, þetta er ungt lið og að muna eftir þessari tilfinningu, hún er ekki skemmtileg en engu að síður lærdómsrík þegar þú ert að læra þig í leikinn."

Margir vonuðust að innkoma Jóns Daða í hópinn yrði alvöru vítamínssprauta fyrir fallbaráttu liðsins og markmið hans eflaust að halda heimabænum uppi í Lengjudeildinni.

„At the end of the day, er ég bara hluti af liði, auðvitað reyndi ég að gera mitt besta að vera með innspýtingu fyrir liðið. Svona er þetta lífið heldur áfram og nýr dagur á morgun."

Jón Daði skrifaði undir samning við Selfoss til 2027 en það vakna líklegast spurningar um framtíð hans nú þegar 2.deild bíður selfyssinga á næsta ári. 

„Ég þarf bara aðeins að komast í burtu frá fótbolta í smástund og hreinsa hugann, síðan bara hugsar maður sinn gang aðeins."

Jón Daði Böðvarsson verður 34 ára á næsta ári og miðað við frammistöðu hans þetta tímabil vonast maður að sjá hann aftur því gæðin eru svo sannarlega tilstaðar.


Athugasemdir
banner