mið 13. október 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Real hefur byrjað tímabilið illa - Fékk ráð frá Söru Björk
Fyrir leikinn gegn PSG.
Fyrir leikinn gegn PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real sló út Manchester City á leið sinni í riðlakeppnina.
Real sló út Manchester City á leið sinni í riðlakeppnina.
Mynd: EPA
Breiðablik mætir Real Madrid í Meistaradeild kvenna í kvöld. Leikurinn fer fram á Alfredo di Stefano leikvanginum, æfingavelli karlaliðs Real.

Real er með þrjú stig eftir sigur í Úkraínu í fyrstu umferð en Breiðablik tapaði 0-2 gegn Frakklandsmeisturum PSG í sínum fyrsta leik í riðlinum.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á YouTube. (Hægt að smella hér til að nálgast útsendinguna)

Kvennalið Real Madrid var stofnað fyrir 15 mánuðum síðan og endaði liðið í öðru sæti í spænsku deildinni á sínu fyrsta tímabili. Real hefur hins vegar ekki farið vel af stað í deildinni í ár, liðið er með fjögur stig eftir sex umferðir og hefur einungis skorað þrjú mörk. Liðið er í þrettánda sæti af sextán liðum en vann síðasta deildarleik gegn Eibar 2-1 á sunnudag.

„Ég talaði aðeins við Söru Björk um daginn og var að spyrja hana út í Real, hún þekkir einhverja þar. Maður fékk smá tips fyrir leikinn," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks í upphitun fyrir Meistaradeildina í síðustu viku.

Vanar að spila nokkuð stóra leiki
Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

„Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og við erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit," sagði Agla María.

„Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks á fréttamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner
banner