Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mið 13. nóvember 2024 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Opinn fyrir því að spila áfram á Íslandi - „Félagið verður alltaf mikilvægara en leikmaðurinn"
'Ég spilaði út úr stöðu en held að fólk hafi verið sátt við það sem ég sýndi'
'Ég spilaði út úr stöðu en held að fólk hafi verið sátt við það sem ég sýndi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Töframaðurinn Fred. 'Inni á vellinum var nóg að horfa á hvorn annan til að skilja hvað hinn vildi
Töframaðurinn Fred. 'Inni á vellinum var nóg að horfa á hvorn annan til að skilja hvað hinn vildi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tiago kom fyrst þegar Pedro Hipolito var þjálfari liðsins.
Tiago kom fyrst þegar Pedro Hipolito var þjálfari liðsins.
Mynd: Fram
'Hann skipulagði liðið betur og mér fannst liðið bregðast vel við því og sýndi að það gat gert betur'
'Hann skipulagði liðið betur og mér fannst liðið bregðast vel við því og sýndi að það gat gert betur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tiago nefnir að Framarar misstu Má Ægisson úr hópnum. Már var í vanmetnu hlutverki í liði Fram.
Tiago nefnir að Framarar misstu Má Ægisson úr hópnum. Már var í vanmetnu hlutverki í liði Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tiago Fernandes yfirgaf Fram eftir að tímabilinu 2024 lauk. Portúgalski miðjumaðurinn kom fyrst til Íslands og lék með liðinu tímabilin 2018 og 2019 í Lengjudeildinni.

Hann sneri aftur til ÍSlands og lék með Grindavík 2021 en sneri svo aftur í Fram. Þá var félagið komið upp í efstu deild. Tiago átti frábært tímabil 2022, raðaði inn stoðsendingum og var orðaður við lið ofar í töflunni. Á nýliðnu tímabili spilaði hann svo sem djúpur miðjumaður eftir að hafa áður spilað framar á vellinum.

Tiago ræddi við Fótbolta.net.

Besta aðstaða á landinu og tækifæri fyrir félagið að þróast
„Þegar ég horfi til baka þá var mikil þróun á félaginu á mínum tíma hjá því. Þegar ég kom fyrst var uppbygging hafin. Ég var smá tíma að aðlagast, öðruvísi fótbolti og kuldi sem ég var ekki vanur. Það var gott að koma fyrst í Lengjudeildina til að skilja fótboltann sem er spilaður hér," segir Tiago.

„Þegar ég kom aftur fyrir tímabilið 2022 þá var Fram komið upp, félagið var á betri stað, betur skipulagt, andrúmsloftið betra. Heilt yfir var allt betra. Aðstaðan í Úlfarsárdal er sú besta á landinu, mikil bæting frá því sem áður var. Mér finnst núna vera tækifæri fyrir félagið að þróast enn meira en það þarf að taka það skref fyrir skref því ferlið tekur tíma."

Ákvarðanir teknar í fótbolta
Vildi hann vera áfram hjá Fram eða vildi hann skoða aðra kosti?

„Tíminn hjá Fram var góður og honum er lokið. Í fótbolta eru ákvarðanir teknar, fótbolti er bara þannig, félagið verður alltaf mikilvægara en leikmaðurinn. Ég er tilbúinn að hlusta á hvaða félag sem er."

Á tíma sínum hjá Fram var Tiago orðaður við bæði Val og Breiðablik. Hann segist hafa verið nálægt því að fara í annað félag á Íslandi en ákvað að vera áfram í Fram.

Spilað út úr stöðu en er sáttur með sína spilamennsku
Tímabilið 2024 var kaflaskipt hjá Fram. Framan af sumri gekk mjög vel, liðið varðist vel og náði í góð úrslit. Síðasti þriðjungur mótsins var hins vegar afskaplega dapur, Fram missti af sæti í efri hlutanum og endaði tímabilið mjög illa.

„Við byrjuðum vel, náðum í stig og sjálfstraustið fór vaxandi, en við lendum í meiðslum og Már fór til Bandaríkjanna á sama tíma. Þá fór að halla undan fæti og við unnum ekki nokkra leiki í röð og við náðum ekki topp sex."

„Varðandi mína frammistöðu þá fannst mér ég eiga gott tímabil. Að mínu mati er ég ekki 'sexa', en ég samþykkti áskorunina þó að ég sé ekki varnarsinnaður leikmaður. Ég spilaði út úr stöðu en held að fólk hafi verið sátt við það sem ég sýndi."


Betra skipulag en bjóst við meiri sóknarbolta
Rúnar Kristinsson tók við sem þjálfari eftir tímabilið 2023. Hvernig var að spila undir hans stjórn?

„Hann náði að búa til meiri samheldni í liðinu eftir erfitt tímabil 2023. Hann skipulagði liðið betur og mér fannst liðið bregðast vel við því og sýndi að það gat gert betur. Ég bjóst við að spila meiri sóknarfótbolta en stundum er það ekki hægt og ástæðurnar geta verið margar."

Opinn fyrir öllu
Er Tiago opinn fyrir því að spila áfram á Íslandi?

„Eins og ég sagði áðan þá er ég alltaf tilbúinn að hlusta á alla, af því ég elska að tala um fótbolta. Það hafa einhver samtöl átt sér stað, en ég er núna líka að hvíla mig eftir tímabilið og hugsa ekki of mikið um þetta og læt umboðsmanninn sjá um þetta."

Bjóst ekki við að vera hér í sex tímabil
Tiago er 29 ára miðjumaður sem kom til Íslands frá Portúgal. Þegar hann kom fyrir tímabilið 2018, bjóst hann við því að spila sex ár á Íslandi?

„Í hreinskilni bjóst ég ekki við því og hef oft talað um það við Fred. En þetta er partur af lífinu, í fótbolta þá veistu ekki hvað gerist á morgun, það getur orðið breyting fyrirvaralaust. Þetta hefur verið góð reynsla, þrátt fyrir að vera allt öðruvísi fótbolti en í Portúgal. Við sjáum til hvort ég verði hér áfram eða fari til annars lands."

Mjög nánir og skilja hvorn annan vel
Talandi um Fred, hann og Tiago komu báðir til Fram fyrir tímabilið 2018, tveir leikmenn sem töluðu portúgölsku og hafa oft verið nefndir í sömu andrá enda virkilega öflugir fótboltamenn. Var tilviljun að þeir komu í sama glugga?

„Já það var tilviljun, en frá byrjun var tengingin milli okkar góð, við erum hrifnir af því sama, við erum hrifnir af sömu tegund af fótbolta og samband okkar er gott bæði innan og utan vallar. Ég lít á hann eins og bróður. Inni á vellinum var nóg að horfa á hvorn annan til að skilja hvað hinn vildi."

„Það var mjög mikilvægt að hafa hann með mér því þegar við komum þá töluðum við nánast enga ensku. Að hafa einhvern sem talaði sama tungumál gerði allt öðruvísi. Það hjálpaði líka mikið að hafa Pedro Hipolito sem þá var þjálfarinn okkar."


Tiago er vanur því að fara til Portúgals á milli tímabila á Íslandi og árið í ár er engin undantekning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner