„Áhugavert lið, eins og alltaf kemur Arnar með eitthvað nýtt og öðruvísi," segir Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður á Sýn, um byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan.
Valur er staddur í Bakú og spjallaði við Fótbolta.net á keppnisvellinum.
Valur er staddur í Bakú og spjallaði við Fótbolta.net á keppnisvellinum.
„Það verða fáir á vellinum og ég vona að það sé uppfjafartónn í Aserunum, þeir hafi ekki trú á sínu liði."
Það vantar ekki sóknarkraftinn og sköpunarmáttinn í íslenska liðið í dag. Jóhann Berg Guðmundsson byrjar í sínum 100. landsleik.
„Gaman að sjá Jóa byrja og spila loksins sinn 100. leik. Sérstakt að vera ekki valinn í hópinn síðast og koma svo beint inn í byrjunarliðið. Ég held að það sé bara rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni. Jói spilaði fyrsta leikinn gegn Aserbaísjan og þann 100. líka. Arnar er alltaf að spá í sögulínur."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























