Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   þri 14. janúar 2025 14:45
Elvar Geir Magnússon
Loksins kominn af meiðslalistanum
Richarlison gæti spilað fyrir Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum gegn Arsenal á Emirates vellinum á morgun.

Brasilíski sóknarleikmaðurinn hefur verið mjög óheppinn með meiðsli síðan Tottenham keypti hann á 60 milljónir punda frá Everton sumarið 2022.

Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum á þessu tímabili og spilaði síðast í byrjun nóvember.

Endurkoma Richarlison kemur á góðum tíma fyrir Tottenham en Timo Werner meiddist aftan á læri í 3-0 sigrinum gegn Tamworth í bikarnum á sunnudag.

Eftir leikinn gegn Arsenal er Tottenham að fara að leika gegn Everton og síðan gegn Hoffenheim í Evrópudeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir