Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva býst við rólegum mánuði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Marco Silva þjálfari Fulham býst við rólegum mánuði hjá félaginu þó að félagaskiptaglugginn sé opinn.

Fulham hefur verið að gera fína hluti á úrvalsdeildartímabilinu og situr liðið í níunda sæti úrvalsdeildarinnar með 30 stig eftir 20 umferðir.

„Þetta verður mjög rólegur gluggi hjá okkur. Við erum með eina eða tvær stöður sem við viljum styrkja en munum líklegast bíða með það til sumars," sagði Silva á fréttamannafundi í dag, fyrir leik Fulham gegn West Ham annað kvöld.

„Við erum með mjög flottan leikmannahóp sem hefur verið að spila vel og það er ekki brýn þörf á breytingum núna. Ef okkur tekst að finna réttan leikmann sem bætir gæðum við liðið þá munum við kaupa hann. Við keyptum góða leikmenn síðasta sumar sem pössuðu mjög vel við hópinn."

Fulham gæti þó selt Andreas Pereira á næstu dögum til Palmeiras í Brasilíu og þyrfti þá að finna miðjumann til að fylla í skarðið.

Félagið missti Joao Palhinha til FC Bayern síðasta sumar og keypti Emile Smith Rowe og Sander Berge til að fylla í skarðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner