Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Derby
Derby sló út ÍA og því næst Dortmund - Moukoko slakur
Youssoufa Moukoko í leiknum gegn Derby.
Youssoufa Moukoko í leiknum gegn Derby.
Mynd: Getty Images
Derby hafði betur gegn 2. flokki ÍA áður en liðið sló Dortmund úr leik.
Derby hafði betur gegn 2. flokki ÍA áður en liðið sló Dortmund úr leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Derby og Dortmund.
Úr leik Derby og Dortmund.
Mynd: Getty Images
Eiran Cashin og Jordan Brown eru á þessari mynd ásamt Moukoko. Cashin og Brown skoruðu fyrir Derby snemma í fyrri hálfleiknum. Það lagði auðvitað grunninn að sigrinum.
Eiran Cashin og Jordan Brown eru á þessari mynd ásamt Moukoko. Cashin og Brown skoruðu fyrir Derby snemma í fyrri hálfleiknum. Það lagði auðvitað grunninn að sigrinum.
Mynd: Getty Images
Liverpool er einnig í 16-liða úrslitunum. Margir úr þeirra unglingaliði spiluðu í 1-0 sigri á Shrewsbury í FA-bikarnum um daginn.
Liverpool er einnig í 16-liða úrslitunum. Margir úr þeirra unglingaliði spiluðu í 1-0 sigri á Shrewsbury í FA-bikarnum um daginn.
Mynd: Getty Images
Aðallið Derby County er ekki að gera miklar rósir í Championship-deildinni á Englandi um þessar mundir. Unglingalið félagsins er hins vegar að gera mjög athyglisverða hluti.

Derby vann keppni U18 liða á Englandi á síðustu leiktíð og tekur þess vegna núna þátt í Evrópukeppni unglingaliða.

Í þeirr keppni mætti liðið ÍA, sem hefur orðið Íslandsmeistari í 2. flokki síðastliðin tvö ár, í tveggja leikja einvígi. Derby vann einvígið gegn Skagamönnum samanlagt 6-2.

Evrópukeppni unglingaliða er skipt í tvo hluta. Í öðrum hlutanum berjast unglingalið félaganna sem komust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og í hinum hlutanum berjast unglingameistarar víðs vegar um Evrópu.

Sigurvegararnir í riðlakeppni Meistaradeildarliða fara beint í 16-líða úrslit á meðan liðin í öðru sæti riðlana mæta þeim átta unglingameistaraliðum sem komast áfram úr annarri umferð í einum leik. Sigurliðið úr þeim leik fer í 16-liða úrslit ásamt liðunum átta sem unnu Meistaradeildarriðlana.

Derby dróst gegn Borussia Dortmund frá Þýskalandi í leik þar sem sætið í 16-liða úrslitunum var undir.

Undirritaður er í námi í Derby og fékk hann það tækifæri að fara á leik Derby og Dortmund síðasta þriðjudag.

Mikil spenna fyrir Moukoko

Leikurinn hófst klukkan 13 og fór fram á heimavelli aðalliðs Derby, Pride Park. Ungir leikmenn ÍA spiluðu líka á Pride Park og var niðurstaðan í þeim leik 4-1 fyrir Derby. Eftir leik sagði Jón Gísli Eyland, leikmaður ÍA, að mikil forréttindi hefðu verið að spila á þessum glæsilega leikvangi.

„Við getum ekki verið annað en stoltir af þessu, að spila á svona á velli og spila á móti svona liði. Þetta eru forréttindi og við eigum að vera stoltir," sagði Jón Gísli í viðtali á Fótbolta.net.

Derby-liðið er mjög sterkt og eru leikmenn í liðinu sem hafa verið að koma við sögu með aðalliðinu á þessari leiktíð. En er á völlinn var komið þá bárust þau tíðindi að hinn 15 ára gamli Youssoufa Moukoko myndi byrja leikinn hjá Dortmund.

Moukoko er leikmaður sem er orðinn frekar þekktur í fótboltaheiminum, þrátt fyrir að hann sé aðeins 15 ára. Það segir sitt að hann sé að spila með U19 liði Dortmund þegar hann er 15 ára. Hann skoraði 50 mörk í 28 leikjum með U17 ára liði Dortmund á síðasta tímabili.

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, er að fylgjast með uppgangi Moukoko, sem er kominn á samning hjá Nike. Leikmaður sem á eflaust eftir að gera góða hluti í framtíðinni.

Derby lagði leikinn fullkomlega upp
Bæði lið voru frekar varkár til að byrja með enda mikið undir og spennustigið frekar hátt. Moukoko fékk besta færi fyrri hálfleiks er hann skaut fram hjá úr mjög góðu færi. Annars fékk þessi efnilegi leikmaður úr litlu að moða. Derby varðist mjög vel og passaði sérstaklega upp á að gefa Moukoko ekki pláss til að vinna með.

Justin Walker, þjálfari Derby, sagði eftir leik: „Við þéttum inn á það svæði sem hann vill vinna í og við gáfum honum ekki pláss til að særa okkur. Við vorum með þrjá varnarmenn og tvo miðjumenn sem stóðu sig frábærlega."

Fyrri hálfleikurinn var markalaus, en í byrjun seinni hálfleiks gerðu heimamenn frábærlega. Þeir skoruðu tvisvar á stuttu millibili og komust í 2-0. Dortmund náði að minnka muninn um miðjan seinni hálfleikinn, en eftir það vörðust leikmenn Derby hetjulega og gáfu fá færi á sér.

Louis Sibley, efnilegur miðjumaður Derby, innsiglagði sigur sinna manna í uppbótartímanum og lokatölur 3-1.

Derby stillti upp í þriggja manna vörn með tvo vængbakverði og það virkaði fullkomlega. Þeir nýttu sín færi vel og vörðust eins og best er á kosið.

Dregið í 16-liða úrslitin í dag
Það verður dregið í 16-liða úrslit Evrópukeppni unglingaliða í dag. Derby er í hópi með stórum félögum í Evrópu þegar dregið verður.

Í 16-liða úrslitunum getur Derby mætt Ajax, Atalanta, Bayern München, Benfica, Juventus, Inter og Liverpool.

Í pottinum eru einnig Salzburg, Lyon, Dinamo Zagreb, Rauða stjarnan, Atletico Madrid, Midtjylland og Rennes.

Ríkjandi meistari er Porto sem féll úr leik á dögunum gegn Salzburg.

Sjá einnig:
Þjálfari Derby: Hef nokkrum sinnum komið til Íslands


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner