Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. febrúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Lampard í skýjunum með að landa Ziyech
Bíður spenntur.
Bíður spenntur.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, bíður spenntur eftir að fá Hakim Ziyech til félagsins í sumar. Chelsea staðfesti í gær að samkomulag væri í höfn með félagaskipti Ziyech.

„Mér finnst hann vera stórkostlegur leikmaður. Ég sá hann fyrst með þeim í Meistaradeildinni í fyrra. Mér fannst hann vera einn af betri leikmönnunum, sérstaklega í leikjunum gegn Tottenham," sagði Lampard.

„Við höfum mætt þeim tvisvar á þessu tímabili svo ég veit mikið um hann. Ég þekki gæðin hans. Hann er með frábæran vinstri fót og spilar vanalega hægra megin en hann getur líka spilað fyrir aftan framherjann."

„Á þessu tímabili hafa verið leikir þar sem við höfum átt erfitt með að brjóta ísinn. Hann er leikmaður sem getur bætt við sköpunargleði og komið með eitthvað annað fyrir okkur. Hann skorar og leggur upp mörk."

„Ég veit að hann er ekki að koma núna en ég held að það sé spennandi fyrir okkur sem félag að stuðningsmenn viti að hann kemur hingað á næsta ári."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner