Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. febrúar 2021 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa: Sást að stjóri þeirra undirbjó leikinn betur en ég
Bielsa niðurlútur.
Bielsa niðurlútur.
Mynd: Getty Images
„Hálfleikarnir tveir eru mjög mismunandi," sagði Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, eftir 4-2 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Leeds var 3-0 undir í hálfleik og lenti 4-0 undir í byrjun seinni hálfleiks. Lærisveinar Bielsa sýndu hins vegar karakter og náðu að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Það var hins vegar ekki nóg til þess að fá eitthvað úr leiknum.

„Við byrjuðum betur í seinni hálfleiknum en fengum strax á okkur mark. Við börðumst mikið til að komast aftur inn í leikinn."

„Í fyrri hálfleiknum áttum við að koma í veg fyrir þrjú mörk. Ef við hefðum verið skipulagðari með boltann þá hefðu úrslitin getað verið öðruvísi. Við fengum tækifæri til að skora þriðja mark okkar og þá hefði endirinn á leiknum verið öðruvísi."

„Við gátum ekki pressað þegar þeir voru að bera boltann upp og við gátum ekki forðast þeirra pressu þegar við vorum að reyna að bera boltann upp. Það sást að stjóri þeirra undirbjó leikinn betur en ég," sagði Bielsa sem leggur mikla áherslu á undirbúning og leikgreiningu.

Leeds er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 23 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner