Kínverskir fótboltaáhugamenn voru allt annað en sáttir eftir að þeir borguðu sig inn á stjörnuleik draumaliðsins í Hong Kong gegn Inter Miami, en Lionel Messi sat á bekknum hjá Inter.
Inter vann leikinn 4-1 en Messi tók ekki þátt vegna meiðsla og heimtuðu áhorfendur endurgreiðslu vegna þessa svika, enda er Messi margfalt stærra vörumerki heldur en Inter Miami eða efsta deildin í Hong Kong.
Þremur dögum síðar kom Messi inn af bekknum í leik gegn VIssel Kobe í Japan og vakti það enn frekari reiði og gremju meðal Kínverjanna, sem trúa ekki að Messi hafi raunverulega verið meiddur í æfingaleiknum í Hong Kong.
Þetta mál vakti mikla reiði meðal fótboltaáhugafólks í Kína og barst á borð kínverska knattspyrnusambandsins, sem ákvað að fara beint í aðgerðir og ræddi við argentínska knattspyrnusambandið.
Þær viðræður þróuðust á þann veg að kínverska knattspyrnusambandið ákvað að aflýsa æfingalandsleikjum Argentínu gegn Nígeríu og Fílabeinsströndinni sem áttu að fara fram í Hangzhou og Peking í mars.
Þeir ætla ekki að leyfa Messi að spila í landinu sínu á næstunni.
Athugasemdir