Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Brighton og Chelsea: Fimm breytingar
Brighton og Chelsea eigast við í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en það er aðeins tæp vika liðin síðan þessi lið mættust á sama velli í enska bikarnum.

Brighton vann þá viðureign 2-1 og gerir Fabian Hürzeler þjálfari eina breytingu á byrjunarliði heimamanna þar sem Adam Webster kemur inn fyrir Lewis Dunk sem er meiddur.

Enzo Maresca þjálfari Chelsea gerir fjórar breytingar frá tapinu, þar sem Filip Jörgensen fær aftur tækifæri á milli stanganna og sest Robert Sánchez á bekkinn.

Þá kemur Levi Colwill inn í varnarlínuna fyrir Tosin Adarabioyo, Enzo Fernández fer inn á miðjuna fyrir Kiernan Dewsbury-Hall og Noni Madueke byrjar á kantinum í stað Jadon Sancho.

Brighton: Verbruggen, Lamptey, Van Hecke, Veltman, Webster, Hinshelwood, Baleba, Minteh, Rutter, Mitoma, Welbeck
Varamenn: Rushworth, Wieffer, O'Riley, Gruda, Gomez, Cashin, Ayari, Adingra, Joao Pedro

Chelsea: Jörgensen, Gusto, Chalobah, Colwill, Cucurella, Caicedo, Fernandez, Madueke, Palmer, Neto, Nkunku
Varamenn: Sanchez, James, George, Dewsbury-Hall, Anselmino, Amougou, Adarabioyo, Acheampong, SAncho
Athugasemdir
banner
banner
banner