Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
England: Þægilegt fyrir Brighton gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Mynd: Brighton
Brighton 3 - 0 Chelsea
1-0 Kaoru Mitoma ('27)
2-0 Yankuba Minteh ('38)
3-0 Yankuba Minteh ('63)

Í kvöld tók Brighton á móti Chelsea í annað sinn á einni viku og skóp aftur sigur rétt eins og í bikarnum.

Chelsea byrjaði af krafti og gerðu lærisveinar Enzo Maresca sig líklega til að skora á upphafsmínútunum en krafturinn var ekki lengi að detta úr þeim. Noni Madueke meiddist á 21. mínútu og tóku heimamenn í Brighton forystuna skömmu síðar.

Kaoru Mitoma skoraði þá glæsilegt mark eftir langa sendingu upp völlinn frá Bart Verbruggen markverði. Mitoma náði magnaðri fyrstu snertingu á boltann, lagði hann fyrir sig og kláraði með góðu skoti.

Yankuba Minteh tvöfaldaði forystuna með góðu marki eftir sendingu frá Danny Welbeck og endurtóku þeir félagarnir leikinn í seinni hálfleik til að bæta þriðja markinu við.

Brighton var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og hefði getað unnið stærra, en lokatölur urðu 3-0.

Brighton er í áttunda sæti eftir þennan sigur, fjórum stigum frá Evrópusæti. Chelsea er í fjórða sæti en getur misst það niður um helgina og endað svo lágt sem í sjötta sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 24 17 6 1 58 23 +35 57
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Chelsea 25 12 7 6 47 34 +13 43
5 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
6 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Brighton 25 9 10 6 38 38 0 37
9 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
10 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 Everton 24 6 9 9 25 30 -5 27
16 West Ham 24 7 6 11 29 46 -17 27
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner