Sölvi Geir Ottesen gaf kost á sér í viðtal eftir sögulegan 2-1 sigur Víkings R. gegn Panathinaikos í umspilsleik í Sambandsdeild Evrópu.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Panathinaikos
Hann var kátur með sigurinn og ræddi í lok viðtalsins um stöðuna á leikmannahópi Víkings þar sem einhverjir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli og aðrir koma úr leikbanni.
Þar nefndi hann ýmsa leikmenn og talaði um að Gunnar Vatnhamar væri að ná fullum bata eftir sín meiðsli og gæti mögulega tekið þátt í seinni leiknum gegn Panathinaikos úti í Grikklandi.
„Við eigum eftir að meta stöðuna á bæði Oliver og Aron og það eru frábærar fréttir að fá Niko og Kalla aftur inn. Annars er staðan góð. Gunnar er byrjaður að æfa meira og meira og það er möguleiki að hann geti verið klár í að spila leikinn. Hann er búinn að vera lengi frá og ekki búinn að spila neinn leik í að verða tvo mánuði," sagði Sölvi Geir.
„Leikformið á honum er kannski ekki það besta en Gunnar er 'different breed' af manneskju þannig það er aldrei að vita hvort hann nái að koma sér í stand fyrir þennan leik.
„Að koma og spila á móti Panathinaikos á meðan við erum ennnþá á undirbúningstímabilinu og lendandi í þessum skakkaföllum sem við lendum í þar sem menn eru meiddir og ná þessum úrslitum er rosalegt. Þetta er rosalegur árangur hjá okkur og ég er virkilega sáttur."
Athugasemdir