Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. mars 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd átti ekki að fá vítaspyrnu gegn Southampton
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr

Manchester United vildi í þrígang fá dæmda vítaspyrnu fyrir meint brot innan vítateigs Southampton er liðin gerðu markalaust jafntefli u helgina.


Man Utd spilaði stærsta hluta leiksins leikmanni færri eftir að Casemiro var rekinn af velli með beint rautt spjald. Erik ten Hag var reiður út í Anthony Taylor dómara að leikslokum og sagði í viðtali að hann hefði haft alltof mikil áhrif á leikinn.

Dermot Gallagher, fyrrum úrvalsdeildardómari og sérfræðingur Sky Sports í dómaramálum, tjáði sig um meintu brotin. Hann byrjaði á að tala um rauða spjald Casemiro og sagði að það hefði átt fullan rétt á sér.

Svo sneri hann sér að vítaspyrnunum sem Man Utd vildi fá. Bruno Fernandes féll til jarðar eftir samskipti við Kyle Walker-Peters og þá handlék Armel Bella-Kotchap boltann innan vítateigs eftir fyrirgjöf Marcus Rashford.

„Að mínu mati þá vinnur varnarmaðurinn boltann af Bruno Fernandes og dómarinn gerir rétt með að flauta ekki," sagði Gallagher.

„Þetta með hendina var stórfurðulegt atvik en ástæðan fyrir því að þetta er ekki vítaspyrna er sú að boltinn fer fyrst í bringuna á leikmanninum. Hann reynir að færa höndina í burtu frá boltanum en það tekst ekki. Ég get ekki séð hvernig væri hægt að dæma vítaspyrnu á þetta."


Enski boltinn - Sættir sig við að Arsenal verði meistari
Athugasemdir
banner
banner