Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   þri 14. mars 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Marco Silva næsti stjóri Tottenham?
Marco Silva, stjóri Fulham.
Marco Silva, stjóri Fulham.
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar segja að Marco Silva sé hvað líklegastur til að verða næsti stjóri Tottenham. Framtíð Antonio Conte er í óvissu en samningur hans við félagið rennur út í sumar og engin teikn á lofti um að hann verði framlengdur.

Möguleikar Tottenham á titli eru horfnir en liðið berst um að komast í Meistaradeildina fyrir komandi tímabil.

Portúgalinn Silva hefur gert frábæra hluti með Fulham en áður hefur hann stýrt Hull, Watford og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Einnig hefur hann starfað hjá Estoril, Sporting Lissabon og Olympiakos.

Thomas Tuchel, Luis Enrique, Roberto De Zerbi og Olivier Glasner eru meðal annarra sem hafa verið orðaðir við Tottenham og þá eru einnig vangaveltur um að Mauricio Pochettino gæti snúið aftur.

Sjá einnig:
Telur að það yrði best að gera stjórabreytingu strax
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner