mið 14. apríl 2021 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Ekki hluti af sögu félagsins - Ótrúlegt afrek
Mynd: EPA
„Ég er ótrúlega ánægður að félagið, stjórnarformanninn og stuðningsmennina, alla," sagði Pep Guardiola eftir að lið hans, Manchester City, tryggði sig áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. City vann 2-1 gegn Dortmund í seinni leik liðanna og einvígið alls 4-2.

„Þetta er í annað skiptið sem félagið er í undanúrslitum svo það er ekki hluti af sögu félagsins, en við erum að skrifa söguna."

„Við vorum frábærir fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar þegar þeir voru góðir. Ég er hæstánægður með að vera kominn í undanúrslit og að vera meðal fjögurra bestu liða í Evrópu."

„Þessi keppni er fín en stundum ósanngjörn því það er litið á það sem mistök eða stórslys þegar þú ert sleginn út. Í dag var það vítaspyrna þegar boltinn fór í höndina á Can en stundum hefði það ekki verið gefið. Við vorum slegnir út gegn Tottenham þegar það var ekki dæmd hendi. Þú þarft að fá augnablikin með þér í þessari keppni."

„Ég sagði við Foden 'vel gert, gott skot, við höldum áfram'. Það er ótrúlegt það sem við höfum afrekað. Við tölum ekki um að vinna alla fjóra bikarana við tölum um einn leik í einu."


Manchester City mætir PSG í undanúrslitum og gæti unnið fernuna á leiktíðinni; deildina, bikarinn, deildabikarinn og Meistaradeildina. Liðið þarf þrjá sigra í deildinni, er í undanúrsltum bikarkeppninnar og mætir Tottenham í úrslitaleik deildarbikarsins.
Athugasemdir