Eddie Howe, stjóri Newcastle, þakkar fyrir allar kveðjurnar og skilaboðin sem hann hefur fengið. Hann er á sjúkrahúsi með lungnabólgu en er á batavegi.
Eftir að hafa liðið illa í einhverja daga fór Howe á sjúkrahús á föstudaginn og var ekki viðstaddur þegar Newcastle vann 4-1 sigur gegn Manchester United.
Nú hefur verið greint frá því að Howe sé að jafna sig eftir lungnabólgu.
Eftir að hafa liðið illa í einhverja daga fór Howe á sjúkrahús á föstudaginn og var ekki viðstaddur þegar Newcastle vann 4-1 sigur gegn Manchester United.
Nú hefur verið greint frá því að Howe sé að jafna sig eftir lungnabólgu.
„Ég vil þakka öllum sem tengjast Newcastle og fótboltasamfélaginu fyrir hlýjar kveðjur. Þær skipta mig og fjölskyldu mína miklu máli," er haft eftir Howe í yfirlýsingu frá félaginu.
„Ég er svo þakklátur þeim sérfræðingum sem hafa verið að annast mig. Ég vonast til að snúa aftur sem fyrst."
Jason Tindall og Graeme Jones, aðstoðarmenn hans, munu stýra liðinu í komandi leikjum gegn Crystal Palace og Aston Villa.
Newcastle United can announce that Eddie Howe is recovering in hospital after being diagnosed with pneumonia.
— Newcastle United (@NUFC) April 14, 2025
The club continues to extend its best wishes and support to Eddie and his family as he continues his recovery.
Get well soon, gaffer ???? pic.twitter.com/cZy4FFTxUa
Athugasemdir