banner
   þri 14. maí 2019 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Griezmann staðfestir brottför í sumar
Griezmann hefur verið hjá Atletico í fimm ár.
Griezmann hefur verið hjá Atletico í fimm ár.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar keppast við að greina frá því að Antoine Griezmann, sóknarmaður Atletico Madrid, muni skipta yfir til Barcelona í sumar.

Samningsákvæði Griezmann gerir hann falann fyrir 200 milljónir evra þar til 30. júní, þá mun hann kosta 125 milljónir. Barcelona mun því ekki ganga frá kaupunum fyrr en síðar í sumar.

Griezmann verður þá þriðji dýrasti leikmaður sögunnar, 5 milljónum dýrari heldur en væntanlegur liðsfélagi sinn Philippe Coutinho og 20 milljónum dýrari en Ousmane Dembele.

Barcelona hefur lengi verið á eftir Griezmann og bjuggust margir við hann myndi skipta yfir í fyrra. Þá ákvað hann hins vegar að vera áfram hjá Atletico og skrifaði undir nýjan samning.

Griezmann er 28 ára gamall og hefur skorað 133 mörk í 252 leikjum fyrir Atletico Madrid. Þá hefur hann gert 28 mörk í 69 landsleikjum með Frakklandi og varð heimsmeistari með liðinu í fyrra.

Uppfærsla: Griezmann kveður Atletico með myndbandi.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner