Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland: Alveg sama hvernig við unnum leikinn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland skoraði bæði mörkin er Manchester City lagði Tottenham á útivelli í næstsíðasta leik sínum á enska úrvalsdeildartímabilinu.

Man City er þar með aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð - sem hefur ekki gerst frá upphafi fótbolta á Englandi. Nokkur lið hafa unnið þrisvar sinnum í röð, en engum hefur tekist að sigra fjögur ár í röð.

Leikur Man City gegn Tottenham var nokkuð jafn þar sem gestirnir frá Manchester geta þakkað markvörðum sínum, og Haaland, fyrir sigurinn. Éderson varði vel í fyrri hálfleik áður en hann þurfti að fara meiddur af velli fyrir Stefan Ortega, sem varði meistaralega í tvígang til að halda forystu Man City á lífi.

„Þetta var erfiður leikur, það voru miklar tilfinningar og miklar taugar. Það er eðlilegt þegar mikið er undir. Það sem skiptir máli er að við unnum leikinn, mér er alveg sama um hvernig við unnum hann. Núna snýst þetta allt um næsta leik," sagði Haaland að leikslokum.

„Ég var smá smeykur að fyrra markið yrði ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Það var stórkostleg tilfinning að fá staðfestingu á markinu."

Haaland skoraði seinna markið úr vítaspyrnu þar sem hann virtist vera öryggið uppmálað, en viðurkennir að hafa verið stressaður.

„Ég var virkilega hræddur og stressaður þegar ég tók vítaspyrnuna en líka smá spenntur. Svo skoraði ég og þá gat ég leyft mér að slaka á. Núna fer einbeitingin öll á næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner