Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. júní 2019 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea þarf að greiða 4 milljónir punda fyrir Lampard
Lampard er fyrrum leikmaður Chelsea.
Lampard er fyrrum leikmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea þarf að borga Derby County 4 milljónir punda til þess að geta ráðið Frank Lampard sem næsta stjóra sinn.

Blaðmaðurinn Simon Stone skrifar það í grein sinn fyrir BBC.

Maurizio Sarri er að taka við Juventus og er það langlíklegast að Lampard verði næsti stjóri Chelsea. Stone segir þó að Chelsea eigi enn eftir að setja sig í samband við Derby.

Lampard var að klára sitt fyrsta tímabil sem stjóri Derby í Championship-deildinni. Hann kom Derby í úrslitaleik umspilsins og var hann hársbreidd frá því að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.

Lampard er fyrrum leikmaður Chelsea og er hann goðsögn hjá félaginu.

Stone sagði frá því í gær að Juventus muni borga Chelsea 5 milljónir punda fyrir Sarri.

Eins og staðan er núna þá þarf sá sem tekur við Chelsea að vinna með þá leikmenn sem eru nú þegar til staðar hjá félaginu. Chelsea má ekki kaupa leikmenn næstu tvo glugga eftir að hafa verið dæmt fyrir brot á reglum um samninga við leikmenn undir átján ára aldri.

Chelsea áfrýjaði banninu í síðustu viku og spurning er hvað kemur út úr því.

Sjá einnig:
Lampard á móti Solskjær í fyrsta leik?





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner