Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 14. júní 2021 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Flóki um markið: Hefði verið brjálaður
Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, var ekkert að pirra sig á því að Kjartan Henry Finnbogason hafi náð að stela af honum marki í byrjun síðari hálfleiks er liðið vann 2-0 sigur á Leikni í efra Breiðholtinu í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

Kjartan og Kristján byrjuðu í fremstu víglínu og náðu að mynda saman gott framherjapar en þeir bjuggu til annað mark leiksins.

Kristján fékk bolta inn fyrir og vippaði yfir Guy Smit í markinu en boltinn var á leið inn þegar Kjartan mætir á ferðinni og kemur boltanum yfir línuna.

Það var þó ekkert vandamál fyrir Kristján og er hann sáttur með að ná í öll stigin í kvöld.

„Mjög erfiður útivöllur og bara mjög sáttur með að taka tvö stig hérna, nei ég meina þrjú stig," sagði Kristján Flóki, sem ruglaðist í skamma stund um stigagjöfina, í viðtali við Fótbolta.net.

„Mér fannst bara geggjað að við skoruðum og það fannst mér skipta máli. Það telur alveg jafn mikið og ef ég myndi skora."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel svipað og móti Skaganum en svo hleyptum við þeim inn í þetta. Það sem við gerðum í dag öðruvísi en við gerðum á Skaganum er að við mættum í seinni hálfleikinn."


Það var deilt um það hvort Kjartan Henry hefði verið rangstæður eða ekki þegar Kristján vippaði yfir Smit en þá hefði hljóðið verið annað í Flóka.

„Ég sá það ekki en þá hefði ég verið brjálaður. Hann var ekki rangstæður þannig þetta skipti ekki máli."

Kristján hefur aðeins verið að glíma við meiðsli undanfarið en var sáttur með að ná 80 mínútum í kvöld.

„Ég er heill en ákvað að biðja um skiptingu. Það er mjög gott að ná 80 mínútum í fyrsta skipti í mjög langan tíma."

Leikmenn voru í tveggja vikna pásu og nýttist hún vel að hans sögn og gátu menn aðeins náð að hlaða batteríin fyrir komandi átök.

„Pásan var mjög góð og geta aðeins slakað á og nýtt tímann í að fara yfir málin. Fyrsta vikan var létt en svo bættum við í seinni vikuna og vorum svo klárir í dag," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner