Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júní 2022 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deild-kvenna: ÍBV í öðru sæti eftir nauman útisigur
Olga Sevcova.
Olga Sevcova.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding er í fallsæti.
Afturelding er í fallsæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 0 - 1 ÍBV
0-1 Olga Sevcova ('44 )
Lestu um leikinn

ÍBV vann nauman sigur á Aftureldingu í fyrsta leik níundu umferðar í Bestu deild kvenna.

Afturelding var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og því var það högg fyrir þær er Olga Sevcova, sem hefur verið frábær í sumar, skoraði fyrsta mark leiksins á 44. mínútu. Markið gerði hún eftir frábæra sendingu frá Ameera Abdella Hussen.

Markið kom á versta tíma fyrir heimakonur, rétt fyrir leikhlé. Afturelding náði ekki að fylgja eftir flottum fyrri hálfleik og skapaði sér ekki mörg færi á seinni 45 mínútunum.

Gestirnir frá Vestmannaeyjum voru líklegri til að bæta við mörkum í seinni hálfleik en fleiri urðu þau ekki og lokatölur því 0-1 í Mosfellsbæ.

ÍBV hefur verið að gera vel í sumar og fer upp í annað sæti deildarinnar með 17 stig. Frábær árangur hjá Jonathan Glenn sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í meistaraflokki. Afturelding er aftur á móti bara með þrjú stig og er í næst neðsta sæti.

Heil umferð í kvöld
Það er ekki líklegt að ÍBV verði í öðru sæti þegar búið er að flauta til leiksloka í öllum leikjum kvöldsins því það fer fram heil umferð. Hér að neðan má sjá hvaða leikir eru spilaðir.

Leikir sem eru í gangi:
Selfoss 0 - 1 Valur
Keflavík 0 - 0 Stjarnan
Þór/KA 1 - 2 KR

Að hefjast:
20:15 Þróttur R. - Breiðablik

Allir leikirnir eru í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hægt er að nálgast lýsingarnar á forsíðunni.
Athugasemdir
banner
banner