Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 14:23
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ræðst í miklar endurbætur á æfingasvæði sínu
Aðstaðan á svæðinu mun gjörbreytast.
Aðstaðan á svæðinu mun gjörbreytast.
Mynd: Man Utd
Manchester United mun ráðast í miklar endurbætur á æfingasvæði sínu, Carrington svæðinu. Ljóst hefur verið að það er löngu tímabært að taka svæðið í gegn og nútímavæða það.

Um er að ræða 50 milljóna króna verkefni en búist er við því að framkvæmdir standi yfir út næsta tímabil. Endurnýja á allar byggingar og svæði æfingasvæðisins.

Arkitektastofan Foster + Partners sem sá um endurhönnun Wembley leikvangsins og byggingu Lusail leikvangsins í Katar sér um verkið.

Búa á til vinnuumhverfi fyrir leikmenn og starfsmenn. Í fyrstu á að einbeita sér að líkamsræktaraðstöðunni og sjúkraþjálfuninni.


Athugasemdir
banner
banner