Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 20:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðverjar að valta yfir Skota - „Fangelsisdómur"
Porteous fær rautt
Porteous fær rautt
Mynd: EPA

Þjóðverjar eru komnir í ansi þægilega stöðu gegn Skotlandi í opnunarleik EM á Allianz Arena.

Florian Wirtz og Jamal Musiala komu liðinu í tveggja marka forystu þegar þeir skoruðu sitt markið hvor snemma leiks.


Staðan versnaði síðan svakalega fyrir Skota þegar liðið fékk á sig vítaspyrnu þegar Ryan Porteous braut illa á Ilkay Gundogan inn í vítateignum og fékk réttilega að líta rauða spjaldið.

Kai Havertz steig á punktinn og skoraði af öryggi en hann lagði einnig upp annað mark leiksins á Musiala.

Arnar Gunnlaugsson sérfræðingur á Rúv tjáði sig um tæklinguna.

„Þeir eru komnir í 2-0 og þá ætla menn að fara taka á því. Það er þess eðlis að þeir missa hausinn. Tæklingin í vítinu er bara fangelsisdómur," sagði Arnar.

Sjáðu bortið og vítaspyrnuna hér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner