þri 14. júlí 2020 08:15
Innkastið
„Við sáum hversu megnugur Stefán Árni er"
Stefán Árni Geirsson. í leiknum í gær.
Stefán Árni Geirsson. í leiknum í gær.
Mynd: Hulda Margrét
Stefán Árni Geirsson fékk tækifæri á vinstri kantinum hjá KR í 3-1 sigrinum á Breiðabliki í gær á meðan reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson byrjaði á bekknum. Stefán Árni þakkaði fyrir sig með laglegu marki snemma leiks.

„Við sáum hversu megnugur Stefán Árni er. Hann var stórkostlegur á vinstri vængnum og Viktor Örn var í vandræðum," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu.

„Hann er mjög duglegur og klókur varnarlega og síðan er hann með hraða og jafnvægi sem gefur liðinu mikið. Hann hleypur endalaust með boltann og sama hver tekur hann niður þá fer hann ekki niður í grasið."

Gunnar Birgisson tók undir hrósið: „Þetta er hógvær og jarðbundinn strákur. Hann talaði mikið um það eftir leik að Rúnar (Kristinsson) hefði sagt við hann að hann mætti gera mistök. Hann fær traust hjá þjálfurunum. Rúnar leggur greinilega mikla áherslu á að þeir sem eru inni á vellinum séu með traust. Þetta er ekki þannig að Óskar Örn komi inn á strax ef hann gerir ein mistök."

Viktor Örn Margeirsson kom inn í hægri bakvörðinn hjá Breiðabliki og átti erfitt með að stöðva Stefán Árna. Viktor var tekinn af velli í hálfleik í gær.

„Hann var að spila sinn fyrsta leik í deild í sumar. Það leit út eins og verkefnið væri aðeins of stórt fyrir hann á þessum tímapunkti. Hann var líka að spila úr stöðu og mér fannst áberandi hvað Viktor var í miklu ströggli með og án bolta. Því miður, því hann er mjög fínn spilari," sagði Ingólfur.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Athugasemdir
banner
banner
banner