Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 14. júlí 2021 15:52
Elvar Geir Magnússon
Barcelona semur við Messi um fimm ára samning og launalækkun
Spænskir fjölmiðlar segja að Lionel Messi hafi samþykkt að gera nýjan fimm ára samning við Barcelona og taka á sig mikla launalækkun.

Fyrri samningur Messi við Börsunga rann út í byrjun mánaðarins og hafa verið ýmsar vangaveltur um framtíð hans. hann hefur verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain.

Fjárhagsvandræði Barcelona hafa skapað enn meiri óvissu en nú berast fréttir af því að Messi hafi samþykkt að taka á sig 50% launalækkun.

Messi, sem er 34 ára, mun hinsvegar gera fimm ára samning.

Marca segir að Messi sé þó ólíklegur til að spila með Barcelona út samninginn, hann stefni á að leika í bandarísku MLS-deildinni tímabilið 2023/24.


Athugasemdir
banner
banner