Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. júlí 2021 15:52
Elvar Geir Magnússon
Barcelona semur við Messi um fimm ára samning og launalækkun
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar segja að Lionel Messi hafi samþykkt að gera nýjan fimm ára samning við Barcelona og taka á sig mikla launalækkun.

Fyrri samningur Messi við Börsunga rann út í byrjun mánaðarins og hafa verið ýmsar vangaveltur um framtíð hans. hann hefur verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain.

Fjárhagsvandræði Barcelona hafa skapað enn meiri óvissu en nú berast fréttir af því að Messi hafi samþykkt að taka á sig 50% launalækkun.

Messi, sem er 34 ára, mun hinsvegar gera fimm ára samning.

Marca segir að Messi sé þó ólíklegur til að spila með Barcelona út samninginn, hann stefni á að leika í bandarísku MLS-deildinni tímabilið 2023/24.


Athugasemdir
banner
banner
banner