Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 14. júlí 2024 17:28
Hákon Dagur Guðjónsson
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að kvarta aðeins yfir vindinum, þetta eru tvö lið sem vilja spila flottan fótbolta og flottar aðstæður hjá Vestra, nýtt gras og gaman að koma hingað. Ég hef aldrei komið hingað. Það er það eina, ég er gríðarlega ánægður mðe úrslitin og ánægður að fá þrjú stig," svaraði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-2 sigur á Vestra á Ísafirði í dag aðspurður hvort það væri hægt að kvarta yfir einhverju eftir svona leik.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 KA

KA hafði öll völd á vellinum með vindinn í fangið en er erfiðara að vera með vindinn í bakið í svona aðstæðum?

„Það fer eftir hvað þú ert að gera, það er mjög þægilegt að vera komnir yfir þegar við fáum vindinn á okkur. Við réðum vel við það og spiluðum vel. Stundum hefði ég viljað spila honum aðeins meira en við gerðum það vel. Við héldum líka hreinu sem er frábært. Þrjú góð stig því Vestri er með hörkulið og mjög öflugir. Mér fannst við halda þeim frá flestum færunum, það er eitt á 90. mínútu eftir horn sem við björgum. Góð björgun hjá Bigga en annars fengu þeir engin færi."

KA fékk á sig átta gul spjöld í dag og Vestri fimm og tvö rauð.

„Þetta eru bara tvö lið sem eru að keppa í botnbaráttu og mikið undir. Það var mikið um návígi og því miður fyrir bæði lið fullt af spjöldum. Ég veit allavega að öll miðjan mín er í banni í næsta leik. Ég ætla ekki að kvarta yfir of miklu því við komum hingað vestur og náðum í þrjú stig."

Nánar er rætt við Hadda í spilaranum að ofan og hann ræðir þar byrjunina á mótinu sem var ekki nógu góð.
Athugasemdir
banner
banner