Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   sun 14. júlí 2024 17:28
Hákon Dagur Guðjónsson
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að kvarta aðeins yfir vindinum, þetta eru tvö lið sem vilja spila flottan fótbolta og flottar aðstæður hjá Vestra, nýtt gras og gaman að koma hingað. Ég hef aldrei komið hingað. Það er það eina, ég er gríðarlega ánægður mðe úrslitin og ánægður að fá þrjú stig," svaraði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-2 sigur á Vestra á Ísafirði í dag aðspurður hvort það væri hægt að kvarta yfir einhverju eftir svona leik.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 KA

KA hafði öll völd á vellinum með vindinn í fangið en er erfiðara að vera með vindinn í bakið í svona aðstæðum?

„Það fer eftir hvað þú ert að gera, það er mjög þægilegt að vera komnir yfir þegar við fáum vindinn á okkur. Við réðum vel við það og spiluðum vel. Stundum hefði ég viljað spila honum aðeins meira en við gerðum það vel. Við héldum líka hreinu sem er frábært. Þrjú góð stig því Vestri er með hörkulið og mjög öflugir. Mér fannst við halda þeim frá flestum færunum, það er eitt á 90. mínútu eftir horn sem við björgum. Góð björgun hjá Bigga en annars fengu þeir engin færi."

KA fékk á sig átta gul spjöld í dag og Vestri fimm og tvö rauð.

„Þetta eru bara tvö lið sem eru að keppa í botnbaráttu og mikið undir. Það var mikið um návígi og því miður fyrir bæði lið fullt af spjöldum. Ég veit allavega að öll miðjan mín er í banni í næsta leik. Ég ætla ekki að kvarta yfir of miklu því við komum hingað vestur og náðum í þrjú stig."

Nánar er rætt við Hadda í spilaranum að ofan og hann ræðir þar byrjunina á mótinu sem var ekki nógu góð.
Athugasemdir
banner