Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
Leikdagurinn – Björn Daníel Sverrisson
Eiður Gauti: Hugsaði að þetta yrði síðasti séns til að vaða á Bestu-deildina
Ómar horfði á þá í 4. deild árið 2022: Skora mörkin sem verður til þess að HK vinnur KR
Óskar Hrafn: Fengum högg og stóðum ekki upp eftir það
Árni Guðna: Er ekki bara komið nóg af þessu tuði?
Valdimar: Fínt að fara með 5-0 stöðu út
Tómas Bjarki: Ég var hoppandi kátur
Úlfur: Dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur
Igor Kostic: Miðað við stöðuna þá bítur þetta kannski aðeins meira
Aron Elís: Það stærsta á mínum ferli
Gunnar Heiðar: Búinn að bíða svolítið eftir þessum
Arnar Gunnlaugs: Væri eitthvað stórslys að klúðra þessu
„Klúðraði mikilvægri vítaspyrnu en kannski var það gott eftir á"
Arnar Gunnlaugs: Það blindar aðeins fótboltaáhugamanninn
Óli Kristjáns: Einn af þeim dögum þar sem við mætum betra liði
Gunnar: Það er þungt inni í klefa
Nik: Besti leikur okkar á tímabilinu
Pétur búinn að aflita hárið: Finnst þér þetta ljótt?
Venni: Liðið rotaðist
Maggi: Varnarleikurinn frábær frá A til Ö
   sun 14. júlí 2024 17:28
Hákon Dagur Guðjónsson
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að kvarta aðeins yfir vindinum, þetta eru tvö lið sem vilja spila flottan fótbolta og flottar aðstæður hjá Vestra, nýtt gras og gaman að koma hingað. Ég hef aldrei komið hingað. Það er það eina, ég er gríðarlega ánægður mðe úrslitin og ánægður að fá þrjú stig," svaraði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-2 sigur á Vestra á Ísafirði í dag aðspurður hvort það væri hægt að kvarta yfir einhverju eftir svona leik.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 KA

KA hafði öll völd á vellinum með vindinn í fangið en er erfiðara að vera með vindinn í bakið í svona aðstæðum?

„Það fer eftir hvað þú ert að gera, það er mjög þægilegt að vera komnir yfir þegar við fáum vindinn á okkur. Við réðum vel við það og spiluðum vel. Stundum hefði ég viljað spila honum aðeins meira en við gerðum það vel. Við héldum líka hreinu sem er frábært. Þrjú góð stig því Vestri er með hörkulið og mjög öflugir. Mér fannst við halda þeim frá flestum færunum, það er eitt á 90. mínútu eftir horn sem við björgum. Góð björgun hjá Bigga en annars fengu þeir engin færi."

KA fékk á sig átta gul spjöld í dag og Vestri fimm og tvö rauð.

„Þetta eru bara tvö lið sem eru að keppa í botnbaráttu og mikið undir. Það var mikið um návígi og því miður fyrir bæði lið fullt af spjöldum. Ég veit allavega að öll miðjan mín er í banni í næsta leik. Ég ætla ekki að kvarta yfir of miklu því við komum hingað vestur og náðum í þrjú stig."

Nánar er rætt við Hadda í spilaranum að ofan og hann ræðir þar byrjunina á mótinu sem var ekki nógu góð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner