Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 10:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er öllum drullusama um að hann fari, þó hann haldi annað"
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn.
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leikmannahópi Manchester United eru nokkrir „ofdekraðir aumingjar" sem félagið þarf að losna við. Einn þeirra er Alejandro Garnacho og annar er Jadon Sancho. Marcus Rashford var í þeim hópi en er farinn til Barcelona.

Þeir Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir eru harðir United menn en þeir fóru yfir stöðuna í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum.

Man Utd hefur styrkt leikmannahópinn sinn vel í sumar en það eru nokkrir leikmenn sem eru ekki inn í myndinni hjá Rúben Amorim, stjóra liðsins. Einn þeirra er Garnacho sem eyðilagði samband sitt við Amorim eftir hegðun sína í kjölfarið á úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fyrra. Garnacho er svo sannarlega ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.

„Rúben er að reyna að losa þessa gæja því þeir eru ekki tilbúnir að leggja á sig það sem þarf," sagði Hrannar Björn.

„Talandi um Garnacho þá sá ég á X (áður Twitter) að hann hafi sagt að hann fari til Chelsea eða sitji hérna í sex til tólf mánuði og spili ekki fótbolta. Okei, hvað með það? Mér er drullusama. Gæinn er með 50 þúsund pund á viku og við getum alveg borgað honum það fyrir að sitja upp í stúku allt helvítis tímabilið. Ef Chelsea vill ekki borga það sem United vill fá fyrir hann, þá verður hann bara þarna (upp í stúku). Ég þoli ekki svona gæja."

Garnacho hefur sent alls konar skilaboð í gegnum samfélagsmiðla í sumar en hann er spenntur fyrir því að fara til Chelsea.

„Hann er búinn að bola sig sjálfur út frá einu stærsta félagi heims. Hann lítur svo stórt á sig en þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir hann sjálfan. Það er öllum drullusama um að hann fari þó hann haldi annað. Ég væri eiginlega frekar til í að hann spili ekkert í sex til tólf mánuði," sagði Hallgrímur Mar.

„Þá seljum við bara hann næsta sumar á aðeins minni pening," sagði Hrannar.

Þeir bræður töluðu um það í þættinum að þeir myndu ekkert halda með Garnacho en það væri annað með Antony og Rasmus Höjlund, sem væru líka á leið frá félaginu.

„Ég myndi ekki setja Antony í sama flokk og Rashford, Sancho og Garnacho. Hann vill þetta mjög mikið en það var ekki að ganga upp hjá honum," sagði Hallgrímur. „Maður sá alveg hvað honum langaði þetta en hann er bara ekki nógu góður. Ég vona að hann fari í eitthvað lið og standi sig vel, en ég get ekki sagt það sama um hina þrjá."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Oasis sneri aftur en mun City gera það líka?
Athugasemdir
banner
banner