Heung-min Son skoraði þrjú mörk í öruggum 4-1 sigri Los Angeles FC gegn Real Salt Lake í nótt.
Son hefur byrjað tímabilið í Bandaríkjunum vel og hefur þegar skorað fimm mörk í sex leikjum.
Kóreumaðurinn skoraði í fjórða leiknum í röð, en hann skoraði jafnframt tvö mörk í æfingaleikjum með Suður-Kóreska landsliðinu á dögunum.
Los Angeles FC er í fjórða sæti Vestur-hluta MLS deildarinnar og hefur liðið tryggt sér í úrslitakeppni deildarinnar.
Son gekk til liðs við félagið frá Tottenham í síðasta mánuði eftir tíu ára dvöl í Lundúnum.
Athugasemdir