Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 10:10
Kári Snorrason
Óli Hrannar endurnýjar samninginn eftir viðsnúninginn ótrúlega
Ólafur Hrannar Kristjánsson.
Ólafur Hrannar Kristjánsson.
Mynd: Hamar
Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hamar í 4. deild. Hann tók við liðinu í sumar og hélt Hamri uppi á magnaðan hátt.

Ólafur tók við liðinu þegar liðið var nánast í ómögulegri stöðu, með einungis með tvö stig þegar sex leikir voru eftir en liðið sneri slæmu gengi við og hélt sér uppi í 4. deild.

„Nú er ráð að allir rói í sömu átt og hjálpist að við að koma knattspyrnunni hjá Hamri á hærri stall. Áfram Hamar,“ er haft eftir Ólafi í tilkynningu Hamars.

Ólafur stýrði Leikni R. í upphafi tímabils og tók því næst óvænt við Hamri í 4. deild síðar á tímabilinu. Í samtali við Fótbolti.net á dögunum, segir Ólafur að Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs hafi mælt með honum.

„Vinur minn fyrir norðan, Siggi Höskulds heyrir í mér. Hann þekkir eitthvað í kringum félagið og hafði mig í huga. Ég ákvað að skella mér á fund og ákvað að kíkja á þetta, þar sem þetta heillaði. Mikið af rótgrónum leikmönnum og engir málaliðar. Þetta var átta vikna samningur, ég hafði engu að tapa og ekki félagið heldur. Þetta var samstarf sem virkaði mjög vel.“


Athugasemdir
banner