Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   fim 14. ágúst 2025 20:45
Haraldur Örn Haraldsson
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi," sagði Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks eftir 2-1 tap gegn Zrinjski Mostar í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Zrinjski Mostar

„Ég held að við höfum byrjað of passíft, og gáfum mjög auðvelt mark. Það gerði það að verkum að við þurftum að fara grafa djúpt, og vorum búnir að koma okkur í smá holu. Ég held við höfum svarað ágætlega í seinni hálfleik, en það er náttúrulega mjög erfitt að fá á sig annað mark í byrjun seinni, þegar við vorum að fara keyra þetta í gang. Svo fannst mér við koma þessu í gang og komum drullu ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara aðeins of seint," sagði Viktor.

Breiðablik mætir að öllum líkindum Virtus frá San Maríno í næstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þegar þetta er skrifað eru þeir 5-3 yfir í einvígi sínu gegn Milsami Orhei frá Moldavíu.

„Ég bara veit ekkert um þessi lið. Við tökum því sem við fáum og förum bara með kassann út í það. Þetta einvígi er búið og við förum bara að horfa næst í leikina um helgina, svo í næsta Evrópu einvígi eða ekki," sagði Viktor.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner