Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   fim 14. ágúst 2025 20:45
Haraldur Örn Haraldsson
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi," sagði Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks eftir 2-1 tap gegn Zrinjski Mostar í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Zrinjski Mostar

„Ég held að við höfum byrjað of passíft, og gáfum mjög auðvelt mark. Það gerði það að verkum að við þurftum að fara grafa djúpt, og vorum búnir að koma okkur í smá holu. Ég held við höfum svarað ágætlega í seinni hálfleik, en það er náttúrulega mjög erfitt að fá á sig annað mark í byrjun seinni, þegar við vorum að fara keyra þetta í gang. Svo fannst mér við koma þessu í gang og komum drullu ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara aðeins of seint," sagði Viktor.

Breiðablik mætir að öllum líkindum Virtus frá San Maríno í næstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þegar þetta er skrifað eru þeir 5-3 yfir í einvígi sínu gegn Milsami Orhei frá Moldavíu.

„Ég bara veit ekkert um þessi lið. Við tökum því sem við fáum og förum bara með kassann út í það. Þetta einvígi er búið og við förum bara að horfa næst í leikina um helgina, svo í næsta Evrópu einvígi eða ekki," sagði Viktor.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner