Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
   fim 14. ágúst 2025 20:45
Haraldur Örn Haraldsson
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi," sagði Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks eftir 2-1 tap gegn Zrinjski Mostar í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Zrinjski Mostar

„Ég held að við höfum byrjað of passíft, og gáfum mjög auðvelt mark. Það gerði það að verkum að við þurftum að fara grafa djúpt, og vorum búnir að koma okkur í smá holu. Ég held við höfum svarað ágætlega í seinni hálfleik, en það er náttúrulega mjög erfitt að fá á sig annað mark í byrjun seinni, þegar við vorum að fara keyra þetta í gang. Svo fannst mér við koma þessu í gang og komum drullu ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara aðeins of seint," sagði Viktor.

Breiðablik mætir að öllum líkindum Virtus frá San Maríno í næstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þegar þetta er skrifað eru þeir 5-3 yfir í einvígi sínu gegn Milsami Orhei frá Moldavíu.

„Ég bara veit ekkert um þessi lið. Við tökum því sem við fáum og förum bara með kassann út í það. Þetta einvígi er búið og við förum bara að horfa næst í leikina um helgina, svo í næsta Evrópu einvígi eða ekki," sagði Viktor.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner