Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. september 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Brighton og Chelsea
Mætast í kvöld klukkan 19:15
Mynd: Guardian
Frank Lampard er búinn að gjörbreyta leikmannahópi Chelsea í sumar. Roman Abramovich tók upp veskið og í kvöld er komið að fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea heimsækir Brighton en þessi leikur kemur reyndar aðeins of snemma fyrir Hakim Ziyech, Ben Chilwell og Thiago Silva sem verða ekki með í kvöld. Þeir tveir fyrrnefndu eru á meiðslalistanum og Silva þarf að komast í betra stand.

Þjóðverjarnir Kai Havertz og Timo Werner voru keyptir á alvöru upphæðir og eru báðir í líklegu byrjunarliði Chelsea sem Guardian setti saman. Werner skoraði þegar þessi lið áttust við í vináttuleik fyrir tveimur vikum síðan.

Það mun væntanlega taka smá tíma fyrir nýja leikmenn Chelsea að smella saman og fara að sýna sínar bestu hliðar.

Í líklegu byrjunarliði Brighton eru Adam Lallana og Ben White. Lallana kom til Brighton frá Liverpool á frjálsri sölu og Ben White var frábær í vörn Leeds í Championship-deildinni á síðasta tímabili þar sem hann lék á lánssamningi.

Innbyrðis viðureignir:
Chelsea er eini mótherjinn sem Brighton hefur spilað deildarleik gegn án þess að vinna. 1-1 jafnteflið milli liðanna á Amex vellinum á Nýársdag var fyrsta stigið sem Brighton nær gegn Chelsea og það kom í tíundu tilraun.

Eini sigur Brighton gegn Chelsea í mótsleik var í fyrstu viðureign liðanna. FA-bikarleik á suðurströndinni í janúar 1933.

mánudagur 14. september
17:00 Sheffield Utd - Wolves (Síminn Sport)
19:15 Brighton - Chelsea (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner
banner