Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   lau 14. september 2024 17:33
Halldór Gauti Tryggvason
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Kvenaboltinn
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara ágætis leikur, mér fannst hann svolítið flatur. Við hefðum getað gert betur í mörgum stöðum, vorum að gera vel það sem við ætluðum að gera að mörgu leyti. Við náðum bara ekki að klára færin sem var náttúrulega vonbrigði en að sama skapi Stjarnan bara góðar,“ sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls, eftir tap gegn Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Tindastóll

Þetta var seinasti leikur Tindastóls í sumar. Hvernig horfir tímabilið við Donna?. „Við erum sátt, svona já og nei. Við ætluðum okkur að vera í efri hlutanum, alveg klárlega, og mér fannst vera klárlega möguleiki á því. Fannst vera margir leikir, sérstaklega á heimavelli, sem við spiluðum mjög vel og áttum að fá meira úr þeim en við fengum, þannig er það nú bara í fótbolta.”

Ég er hins vegar mjög ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti spilalega séð, við höfum verið að bæta okkur í að halda bolta innan liðs, við sköpuðum töluvert mikið meira af færum heldur en við höfum gert undanfarin ár.

„Varnarleikurinn hefði mátt vera betri heilt yfir, fengum á okkur allt of mikið af mörkum svona heilt yfir í sumar. Ég er mjög ánægður með framfarirnar á liðinu, mér finnst hún vera á leiðinni fram á við og það er það sem við erum ánægð með.“

 Donni er samningslaus núna eftir þetta tímabil. „Ég er náttúrulega samningslaus sjálfur núna þannig að það verður bara að koma í ljós hvernig það fer.“

„En við vonum að Tindastóll haldi áfram að gera það sem að þau hafa verið að gera mjög vel og er eftirtektarvert á landsvísu að svona svakalega lítið bæjarfélag eins og Sauðárkrókur er og Skagafjörður og nærliggjandi sveitir að eiga lið í úrvalsdeild og eru að byggja þetta langmestu leyti á heimafólki úr sveitunum heima sem er bara stórkostlegt afrek að eiga og við megum svo sannarlega vera stolt af því og eiginlega bara montinn af því.“

Viðtalið við Halldór Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner