Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
banner
   lau 14. september 2024 17:33
Halldór Gauti Tryggvason
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara ágætis leikur, mér fannst hann svolítið flatur. Við hefðum getað gert betur í mörgum stöðum, vorum að gera vel það sem við ætluðum að gera að mörgu leyti. Við náðum bara ekki að klára færin sem var náttúrulega vonbrigði en að sama skapi Stjarnan bara góðar,“ sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls, eftir tap gegn Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Tindastóll

Þetta var seinasti leikur Tindastóls í sumar. Hvernig horfir tímabilið við Donna?. „Við erum sátt, svona já og nei. Við ætluðum okkur að vera í efri hlutanum, alveg klárlega, og mér fannst vera klárlega möguleiki á því. Fannst vera margir leikir, sérstaklega á heimavelli, sem við spiluðum mjög vel og áttum að fá meira úr þeim en við fengum, þannig er það nú bara í fótbolta.”

Ég er hins vegar mjög ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti spilalega séð, við höfum verið að bæta okkur í að halda bolta innan liðs, við sköpuðum töluvert mikið meira af færum heldur en við höfum gert undanfarin ár.

„Varnarleikurinn hefði mátt vera betri heilt yfir, fengum á okkur allt of mikið af mörkum svona heilt yfir í sumar. Ég er mjög ánægður með framfarirnar á liðinu, mér finnst hún vera á leiðinni fram á við og það er það sem við erum ánægð með.“

 Donni er samningslaus núna eftir þetta tímabil. „Ég er náttúrulega samningslaus sjálfur núna þannig að það verður bara að koma í ljós hvernig það fer.“

„En við vonum að Tindastóll haldi áfram að gera það sem að þau hafa verið að gera mjög vel og er eftirtektarvert á landsvísu að svona svakalega lítið bæjarfélag eins og Sauðárkrókur er og Skagafjörður og nærliggjandi sveitir að eiga lið í úrvalsdeild og eru að byggja þetta langmestu leyti á heimafólki úr sveitunum heima sem er bara stórkostlegt afrek að eiga og við megum svo sannarlega vera stolt af því og eiginlega bara montinn af því.“

Viðtalið við Halldór Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner