Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   lau 14. september 2024 10:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Kári Eldon spáir í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Jón Kári rýnir í kristalskúluna.
Jón Kári rýnir í kristalskúluna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Passa sig á Sugawara.
Passa sig á Sugawara.
Mynd: EPA
Kai Havertz leikurinn.
Kai Havertz leikurinn.
Mynd: Getty Images
Dat guy Welbz.
Dat guy Welbz.
Mynd: EPA
Enski boltinn fer aftur af stað eftir landsleikjahlé í dag. Fjórða umferðin fer fram um helgina: átta leikir á laugardag og tveir á sunnudag.

Grafíski hönnuðurinn Jón Kári Eldon spáir í leiki umferðinnar. Hann fylgir á eftir Danijel Dejan Djuric sem var með sex leiki rétta þegar hann spáði í þriðju umferðina.

Southampton 0 - 2 Manchester United (11:30 laugardag)
Hádegisleikur á Saint Mary’s er ekki fyrir alla en fjandinn hafi það Man Utd hljóta að rífa sig í gang. Sugawara samt, á ferðinni er ekkert helvítis grín. Ef Múrarinn er að lesa þetta þá vona ég að Man Utd sæki 3 punkta fyrir þig og þína fjölskyldu. Sakna þín.

Brighton 4 - 0 Ipswich (14:00 laugardag)
Brighton með Dat Guy Welbz eru bara frekar skemmtilegir. Þessi þjálfari pirrar mig samt en ég veit ekki af hverju.

Crystal Palace 3 - 1 Leicester (14:00 laugardag)
Þetta er svona must see League Pass dæmi. Þeir vita sem vita. Eze hægeldun.

Fulham 3 - 1 West Ham (14:00 laugardag)
ESR, Iwobi og Traore. Say less.

Liverpool 5 - 0 Nottingham Forest (14:00 laugardag)
Mo Salah er unplayable akkúrat núna. Þessi tyrkneska hárígræðsla hefur gert honum gott. Ég er ekki að sjá að Forest komist yfir miðju í þessum leik. Þetta verður morð og Signý hans Dai mun brosa breitt.

Man City 4 - 0 Brendford (14:00 laugardag)
Það er náttúrulega með ólíkindum að Man City séu að spila í deild þeirra bestu. 115 kærur!
Ætli svindlarnir í City vinni ekki þennan leik samt og Haaland setur þrennu en kemur ekki að sök þegar þeir verða dæmdir niður deild næsta vor.

Aston Villa 3 - 1 Everton (16:30 laugardag)
Þetta verður brekka fyrir Everton þeir geta ekkert. En ég kaupi mér Brutta flík í sárabót fyrir Stymma.

Bournemouth 2 - 2 Chelsea (19:00 laugardag)
Þetta verður eitthvað partý.

Tottenham 0 - 4 Arsenal (13:00 sunnudag)
Því miður fyrir Hödda Android og hans menn í Spurs munu þeir grenja á Forritinu eftir leik eins og þeim einum er lagið. Því ég sé ekkert annað í kortunum en sigur Arsenal í þessum leik. Þessi háa lína Tottenham verður algjört nammi fyrir sóknarmenn Arsenal. Havertz mun ennþá halda áfram að minna af hverju hann er besti sóknarmaður heims um þessar mundir. The Kai Havertz Game verður þessi kallaður í minningunni. Hann setur 3 og leggur upp 1.

Wolves 1 - 1 Newcastle (15:30 sunnudag)
Boring.

Fyrri spámenn:
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Enski boltinn - Liverpool fékk betri sköllótta Hollendinginn
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 7 6 0 1 13 2 +11 18
2 Man City 7 5 2 0 17 8 +9 17
3 Arsenal 7 5 2 0 15 6 +9 17
4 Chelsea 7 4 2 1 16 8 +8 14
5 Aston Villa 7 4 2 1 12 9 +3 14
6 Brighton 7 3 3 1 13 10 +3 12
7 Newcastle 7 3 3 1 8 7 +1 12
8 Fulham 7 3 2 2 10 8 +2 11
9 Tottenham 7 3 1 3 14 8 +6 10
10 Nott. Forest 7 2 4 1 7 6 +1 10
11 Brentford 7 3 1 3 13 13 0 10
12 West Ham 7 2 2 3 10 11 -1 8
13 Bournemouth 7 2 2 3 8 10 -2 8
14 Man Utd 7 2 2 3 5 8 -3 8
15 Leicester 7 1 3 3 9 12 -3 6
16 Everton 7 1 2 4 7 15 -8 5
17 Ipswich Town 7 0 4 3 6 14 -8 4
18 Crystal Palace 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Southampton 7 0 1 6 4 15 -11 1
20 Wolves 7 0 1 6 9 21 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner