PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 14. september 2024 21:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörk Brynjólfs í kvöld - „Eftir þetta hrós má hann halda verðlaununum"
Mynd: Groningen

Brynjólfur Willumsson fór hamförum þegar hann tryggði Groningen stig gegn Feyenoord í hollensku deildinni í kvöld.


Hann kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Stuttu seinna skoraði Feyenoord sitt annað mark í leiknum en Brynjólfur skoraði tvö mörk undir lok leiksins.

„Þetta er stórkostleg tilfinning. Maður fer í eitthvað 'zone' í fagnaðarlátunum, það er ekki hægt að lýsa þessari tilfinningu," sagði Brynjólfur eftir leikinn.

Markvörður Groningen hélt sínum mönnum í leiknum og var valinn maður leiksins.

„Ég er ekki hissa á því, þegar ég horfði á leikinn frá hliðarlínunni þá hélt hann okkur inn í leiknum, var með margar góðar vörslur. Hann spilaði allan leikinn en ég bara hálftíma. Ef það væri ekki fyrir hann værum við ekki inn í leiknum."

Spyrillinn spurði hann hvort það væri í lagi að markvörðurinn hafi verið valinn maður leiksins af því hann kallar Brynjólf 'Pretty boy'.

„Já, eftir þetta hrós má hann halda verðlaununum," sagði Brynjólfur léttur í bragði.


Athugasemdir
banner
banner