Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mán 14. október 2024 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyjó í nýtt hlutverk hjá Breiðabliki eftir tímabilið
Eyjó Héðins.
Eyjó Héðins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjó klárar tímabilið sem aðstoðarmaður Halldórs Árnasonar.
Eyjó klárar tímabilið sem aðstoðarmaður Halldórs Árnasonar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tilkynnti rétt í þessu að Eyjólfur Héðinsson hefði verið ráðinn deildarstjóri meistaraflokka Breiðabliks. Hann byrjar í nýju starfi eftir að Íslandsmótinu lýkur.

Eyjó, sem er fyrrum landsliðs- og atvinnumaður, er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og er á sínu öðru tímabili sem hluti af þjálfrateyminu.

„Reynsla hans og innsýn sem aðstoðarþjálfari og vinna hans með ungum leikmönnum mun án efa nýtast afar vel á þessum nýja vettvangi og styrkja starf meistaraflokkanna enn frekar. Eyjólfur mun hefja störf í nýju starfi að fullum krafti þegar Íslandsmótinu lýkur," segir í tilkynningu Breiðabliks.

„Það er mikill fengur að fá Eyjólf í þetta starf. Hann þekkir vel til innan félagsins og kemur inn með mikla fagmennsku og reynslu sem þjálfari og leikmaður bæði hérlendis og erlendis. Ráðning Eyjólfs er liður í áframhaldandi þróun meistaraflokkana og mun hann leika lykilhlutverk í framtíðaráformum félagsins,“ segir Tanja Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Breiðabliks.

Eyjólfur tekur við af Karli Daníel Magnússyni, sem hefur látið af störfum hjá Breiðablik, og þökkum við honum fyrir sitt ómetanlega framlag til félagsins á sínum starfstíma.

„Ég hlakka til að takast á við starf deildarstjóra meistaraflokka Breiðabliks. Auðvitað mun ég sakna þess að sinna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, en á sama tíma er tilhlökkun að takast á við ný og spennandi verkefni," segir Eyjólfur.
Athugasemdir
banner
banner
banner